Skip to main content Skip to footer

MENU

Rolex úr

Upplifðu Rolex

Við framleiðslu á Rolex úrum er notast við besta, mögulega hráefni og fer samsetning þeirra fram á vandaðan máta. Sérhver íhlutur er hannaður, þróaður og framleiddur í samræmi við nákvæma staðla.

Úrsmíði,
Að hætti Rolex

Rolex er frumkvöðlafyrirtæki í þróun armbandsúra. Fyrirtækið hannar, þróar og framleiðir á staðnum alla nauðsynlega íhluti úra sinna. Allt frá steypumótun gullblöndunnar til vinnslu, handverks, samsetningu og frágangs gangverks, kassa, skífu og armbands.

Rolex var fyrst með fjöldamargar, þýðingarmiklar nýjungar á sviði úrsmíði og hefur skráð fleiri en 400 einkaleyfi frá stofnun þess. Sviss er hjarta starfseminnar, staðurinn þar sem Rolex úrin verða til, þökk sé þekkingu og skuldbindingu fleiri en 6.000 starfsmanna á fjórum starfsstöðvum. Á öllum stöðum er notast við nýstárlega tækni við úrsmíði.

Upplifðu Rolex

Ekkert jafnast á við að upplifa frá fyrstu hendi nákvæmu smáatriðin, þyngdarjafnvægið, þægindin og tilfinninguna að ganga með Rolex úr. Farðu inn á Michelsen og við veitum þér upplýsingar um Rolex vöruúrvalið. Þú getur fengið upplýsingar um tæknilega hlið Rolex úra sem hjálpar þér að finna það úr sem hentar þér.